Færslusafn fyrir flokkinn: Jóhann Líndal

Skilaboð frá Jóhanni Líndal:

Kæru ætingjar og aðrir aðstandendur. Ég var með nokkrar brandara sem ég ætlaði að lesa upp á kvöldvökunni á ættarmótinu í Sælingsdal (2019) en vegna óviðráðanlegra orsaka heyrðist lítið í mér í hljóðnemanum. Mig langar  því að leyfa ykkur að lesa þá hér á síðu Línu Dalrósar.

 1. Jökull Jakobsson í Reykjavík átti vin í Vestmannaeyjum. Þeir áttu það til að hringja í hvorn annan í tíma og ótíma þegar þeir fengu sér í glas. Vinurinn í Vestmannaeyjum hringdi í félaga sinn eitt sinn kl. 03 að nóttu til og sagði honum að að það væri komið eldgos í Eyjunni. „Leggðu þig bara vinur“ sagði Jökull „ þetta verður allt í lagi í fyrramálið þegar þú vaknar“. Vinurinn í Vestmannaeyjum bað Jökul að opna fyrir útvarpið. Þar var verið að spila Tango eftir jacob Gade (Jalousie) „Þá veit ég það“ sagði Jökull „að þegar það fer að gjósa á Íslandi spila þeir Tangó í ríkisútvarpinu“.
 2. Það sagði mér eldri maður sem vann hjá mér þegar ég var með nokkra menn í vinnu á Hólmavík, að sú saga hefði verði sögð af séra Jóhanni Bergvinssyni (afa mínum) þegar hann var prestur á Stað að þegar hann hafi verið að jarða konu af næsta bæ, höfðu líkmennirnir slegið kistunni svo harkalega í járnhlið við kirkjugarðinn að sú sem var í kistunni rak upp öskur! Nokkrum árum seinna dó konana „aftur“. Sagt var að séra Jóhann hafi staðið við kirkjudyrnar og kallað á eftir líkmönnunum „ Í Guðanna bænum farið nú varlega piltar!“
 3. Kaupfélagið á Ísafirði sá um slátur fyrir bændur í djúpinu og eins fyrir bændur inn í firði. Bændur í djúpinu grunuðu að það væri ekki allt með felldu varðandi viðskiptin og þeir kærðu Kaupfélagið fyrri að stela öllum hrútspungunum. Bændur auglýstu því þannig í glugga Kaupfélagsins – „Tökum punga af félagsmönnum upp í sláturkostnað“ Ísfirðingar sögðust hafa sé margar eiginkonur gráta við lesturinn.
 4. Helgi Ben í Vestmannaeyjum auglýsti eftir manni til starfa í veiðafæragerðina. Ungur piltur mætti í viðtalið. Helgi: Ert þú ekki strákurinn sem stalst bátnum um daginn og fórst að veiða fyrir utan? Pilturinn: Jú en ert þú ekki maðurinn sem gleypti víxilinn þarna um árið frá Útvegsbankanum? „Jú jú“ segir Helgi og hringdi niður í veiðafæragerðina og sagðist vera búinn að ráða frábæran ungan dreng. „Takið vel á móti honum“
 5. Napoleon Bonapart átti í vandræðum með konu sína Jósafínu. Hún var svo lauslát. Hann lét smíða skírlífsbelti á hana úr járni og læsti því og fól svo besta vini sínum að geyma lykilinn vandlega. Ekki hafði Napoleon verið lengi á veiðum þegar vinurinn kom þeysandi á eftir honum og sagði að lykilinn passaði ekki.
 6. Þegar Halldór Laxnes lá sína síðustu daga á Reykjalundi kom seinni kona hans í heimsókn til hans. „Þekkir þú mig ekki Halldór minn?“ – „Nei, ég minnist ekki að hafa séð þig“. „Hvað segir þú!?“ sagði konan „Við sem vorum gift í 18 ár!“ –  „Var það farsælt hjónaband?“
 7. Úr ættbók prestsins úr þystilfyrði árið 1820: Sagt er að hann hafi sent pilt til kollega síns á stórbýli á Austfjörðum til að skrifa skýrslur, hann dvaldi þar í 10 daga. Á heimilinu voru 4 ungar stúlkur.   Þremur mánuðum seinna sendi presturinn á Austfjörðum prestinum í Þystilfirði bréf og sagði honum að 3 af stúlkunum sínum væru ófrískar af völdum piltsins. Prestur sendir eftir piltinum sem hafði farið fyrir hann og spurði hann hvort þetta geti staðist?  Pilturinn brosti, leit upp í loftið og sagði: „Þá hefur ein sloppið“
 8. Tveir ungir bræður komu í Apótek og vildu kaupa Tampex. Afgreiðslukonan brosti sætt til þeirra og sagði: Mikið eruð þið duglegir að fara út í búð fyrir mömmu ykkar. „Þetta er ekki fyrir mömmu okkar, þetta er fyrir okkur.“ sagði annar.  Nú? Hvað ætlið þið að gera við þetta? „Við sáum auglýsingu í sjónvarpinu, að ef maður er með Tampex þá getur maður bæði hjólað og synt. „bróðir Minn kann ekki að synda og ég kann ekki að hjóla“
 9. Hemmi Gunn var einu sinni að tala við 7 ára gamla stúlku í þættinum sínum – Hjá Hemma – „Gasalega ertu sæt og fín, ný komin úr baði?“ Stelpan þagði smástund og sagði svo „Ég hef ekki farið í bað mjög lengi, pabbi og mamma er eru alltaf að nota baðkarið, þau eru nefnilega að brugga“!
 10. Ólafur Kristjáns í Bolungarvík var einu sinni að koma frá Reykjanesi í Djúpi þegar það sprakk á dekki bílsins, rétt nálægt heimili séra Baldurs í Reykjafirði. Það var svo blautur jarðvegurinn þarna svo hann fékk lánaðar járnplötu hjá séra Baldri undir tjakkinn sinn. Áður en hann fór, kallaði hann til séra Baldurs „ Þegar ég kem til Ísafjarðar skal ég senda þér Vodka flösku!“ –  „Elsku vinur, hafðu það stóra Whisky flösku og láttu fylgja einn bjórkassa með!“
 11. Bóndi kom af næsta bæ og spurði 9 ára gamlan dreng sem kom til dyrir: Er pabbi þinn heima? Nei segir sá litli. En er mamma þín heima? Nei – en Bjössi bróðir þinn? Nei, þau fóru öll í Kaupstað. Er það nokkuð sem ég get gert spyr strákurinn?  – Nei það held ég ekki. Hann Bjössi bróðir þinn er búinn að gera hana Sirrý dóttur mína ólétta!! Þá verður þú að tala við hann pabba. – ég veit að hann tekur 1000 kr. fyrir folann og 600 kr. fyrir nautið en ég veit ekki hvað hann tekur fyrir Bjössa bróðir
 12. Adolf Björnsson var rafveitustjóri á Sauðárkróki frá 1949. Kvöld eitt vildi Stefanía kona hans fara að sjá bíómynd sem átti að sýna kl. 21:00. Adolf sagðist ekki geta farið í bíó um kvöldið. Hann þyrfti að ganga frá skjölum sem áttu að fara með póstbílnum kl.22:00 sama kvöld. – Það fauk í frúna!           Seinna þennan sama dag sendir systir Stefaníu, 7 ára gamla dóttur sína til Stefaníu til að fá lánaðan drullusokk. „Elskan mín, segðu mömmu þinni að hann komi ekki heim fyrr en eftir kl. 22:00 í kvöld!
 13. Drukkinn maður, angandi af vínlykt, sat við hliðina á katþólskum presti í strætisvagninum. Bindið var fráflakandi og andlitið með varalitaklessum og flöskustútur stóð upp úr frakkavasanum. Hann tók dagblað upp úr vasa sínum og las nokkra stund. Svo sneri hann sér að prestinum og sagði „Segðu mér nú prestur minn, hvers vegna fær maður gigt?“ „Já, sonur sæll“ sagði presturinn. „Hún kemur af ábyrgðarlausu líferni í slæmum félagsska, of mikilli áfengisdrykkju, virðingarleysi fyrir samfélaginu, sofa hjá ódýrum vændiskonum, baða sig ekki og þess háttar.“ „já, slæmt er það“ sagði sá drukkni og hélt áfram að lesa blaðið. Presturinn fór nú að hugsa um að hann hafi nú kannski verið heldur dómharður við drukkna manninn, svo hann snéri sér að honum og sagði „Fyrirgefðu, ég hef kannski verið heldur harðorður varðandi gigtina. Ertu búinn að vera með gigt lengi?“ „Ég er ekki gigtveikur. Það er sagt í blaðinu að páfinn sé illa haldinn af gigt.“

Bekkurinn afhentur

Laugardaginn 26.júlí 2014 afhentu afkomendur Línu Dalrósar Gísladóttur Bolungarvíkurkaupstað bekk til minningar um Línu. Bekkurinn verður fyrst um sinn staðsettur við sjúkraskýlið.

Athöfnin hófst kl.10:00 um morguninn og fljótlega eftir að hún hófst fór sól að skína í heiði.

Hér eru nokkrar myndir frá afhendingunni.

IMG_3453

Börn Línu þau Jóhann Líndal Jóhannsson, Guðbjörg Jóhannsdóttir og Óskar Jóhannsson

IMG_3451

Bekkurinn sem afhentur var

Áletrun á minningarbekknum

Áletrun á minningarbekknum

IMG_3461

Frá afhendingunni