Lína Dalrós Gísladóttir

Lína Dalrós Gísladóttir Lína Dalrós Gísladóttir

Lína Dalrós Gísladóttir fæddist í Bolungarvík þann 22. september 1904, og bjó þar alla tíð, lengst af að Skólastíg 23.
Hún lést á Landspítalanum 14. desember 1997 níutíu og þriggja ára að aldri.

Útför hennar fór fram frá Hólskirkju í Bolungarvík þann 20. desember og var hún jarðsett í Grundarhólskirkjugarði þar í bæ.

Lína Dalrós eignaðist 11 börn, 55 barnabörn. Samtals eignaðist hún 240 afkomendur meðan hún lifði. Í apríl 2019 eru afkomendur orðnir 432.

Foreldrar hennar voru Gísli Jónsson, f. 14. 4. 1851 á Tindum í Tungusveit í Strandasýslu, d. 24. 9. 1919, og Elísabet Guðmundsdóttir, f. 28. 8. 1872 á Meiri Hrauni í Skálavík, d. 23. 5. 1963. Faðir hennar Gísli „skáldi“ sagði að hún væri rósin sín í dalnum, og af því kom nafnið.

Frá níu daga aldri var hún alin upp hjá frændfólki sínu á Geirastöðum í Syðridal.

Hér er viðtal frá 1987 við Línu Dalrós sem Ólafur H Torfason átti við hana.

Hinn 4. ágúst 1923 giftist hún Jóhanni Sigurðssyni frá Vonarholti í Strandasýslu f.5.8.1891. Foreldrar hans voru Sigurður Magnússon bóndi, Vonarholti, og kona hans Guðbjörg Jónsdóttir. Á árunum 1922 til 1930 eignuðust Jóhann og Lína sjö börn, en misstu eitt á fyrsta ári.

27. ágúst 1932 andaðist Jóhann úr krabbameini eftir tæplega árs legu heima. Hann er jarðsettur í Hólskirkjugarði í Bolungarvík.

Börn þeirra voru:

1) Guðmunda, f. 20.3.1922, d.12.3.2005 gift Kristjáni Pálssyni d.1998. Þau eignuðust sex börn.

2) Gísli, f. 29.8.1923, d. 9.9.1989. Kona hans var Gyða Antoníusardóttir, d. 1991. Þau eignuðust fimm börn, en hann átti eina dóttur áður.

3) Guðbjörg Kristín, f. 3.12.1925, d. 3.6.1926.

4) Guðbjörg, f. 29.4.1927. Hennar maður var Kristjón Tromberg, d. 28.nóv. 1969. Þau áttu fimm börn. Seinni maður Kristinn Finnbogason, d. 1991. Þau eignuðust fimm börn.

5) Óskar, f. 25.5.1928. Hans kona er Elsa Friðriksdóttir og eiga þau fjögur börn. Eina dóttur átti hann áður.

6) Áslaug, f.29.9.1929 d.29.3.2009 hennar maður var Jóhannes Guðjónsson, d. 1985. Þau áttu fimm börn.

7) Jóhann Líndal f.25.11.1930 d.23.4.2020. kona hans var Elsa Gestsdóttir, þau eiga fimm börn. Eina dóttur átti hann áður.

Lína Dalrós 27 ára ekkja ásamt börnum sínum

Seinni maður Línu var Jón Ásgeir Jónsson, f. 9. 7. 1911, d. 1. 10. 1996.

Þeirra börn eru:

1) Alda, f. 9.3.1935, d.1.3.2011, var gift Ingibergi Jensen d.12.4.2009 þau áttu fjögur börn.

2) Herbert f. 29.8.1936, d. 5.11.1985, hans kona var Steinunn Felixdóttir, þau eignuðust tvö börn.

3) Sigurvin, f. 13.8.1937,d.  25.12.2012. Kona hans var Halldóra Guðbjörnsdóttir d.2003, þau eignuðust sjö börn.

4) Sveinn Viðar, f.5.12.1939,  hans kona var Auður Vésteinsdóttir d.30.12.2015 og þau eignuðust fjögur börn.