Færslusafn eftir: Jkr

4 mánuðir í ættarmót – uppfæra þarf ættartalið

Það styttist óðum í ættarmótið sem haldið verður á Hótel Eddu í Laugum í Sælingsdal þann 26-28. júlí næstkomandi.

Endilega sendið mér uppfærslur á afkomendakránni svo hægt verði að hafa hana sem réttasta. Það verður ekki prentað  út ættartal að þessu sinni.

Hægt er að senda beiðnir um uppfærslu á netfangið  johann.kristjonsson@gmail.com

Með kveðju

Nefndin

 

Auglýsingar

Bolungarvík myndband

í tilefni af 40 ára afmæli kaupstaðarins árið 2014, lét bæjarstjórn gera stutta kynningarmynd um kaupstaðinn. Myndin grípur niður í sögu kaupstaðarins frá landnámi til ársins 1974 þegar Bolungarvík hlaut kaupstaðarréttindi.
Myndin var forsýnd í Félagsheimili Bolungarvíkur þ. 28. desember fyrir fullu húsi við góðar undirtektir áhorfenda, en var svo sýnd í fyrsta sinn í sjónvarpi, á RÚV, daginn eftir.
Myndin var unnin af unnin af Kvikmyndafélaginu Glámu í samstarfi við Ómar Smára Kristinsson myndlistarmann.

Sigurður Gísli Magnússon

Sigurður Gísli Magnússon ferðaðist um Strandasýslu og hreinsaði hunda. Honum þótti kaffi gott og drakk mikið af því. Hann sá fyrir sér með því að hreinsa hunda og smíða ílát. Einnig söng hann og kvað. Sagt var að hann kynni Alþingisrímur að mestu leyti utan að. Sigurður Gísli kunni líka töluvert af sögum og hann mundi vel það sem honum hafði verið sagt. Hann sagði heimildarmanni frá gömlum bæjum frammi á Tröllatungudal. Sigurður Gísli var kallaður hunda-doktor vegna vinnu sinnar.

Jóhann Hjaltason f. 1899 d.1992 bóndi og kennari rifjar hér upp kynni af honum. (Hallfreður Örn Eiríksson)

Fyrri hluti:

 

Seinni hluti: