Mánaðarskipt færslusafn fyrir: apríl 2010

Vísa sem faðir Línu orti til hennar

Fríðikala faldalín,

flestir tala um gæði þín.

Fjörs um bala bjarta skín,

blessuð dalarósin mín.

Höf. Gísli Jónsson faðir Línu

Auglýsingar

BB.is:Velheppnuð Vestfjarðareisa Bubba Morthens og Heru (2002)

Hér er grein um Heru Hjartardóttur í BB.

Lína Dalrós var langamma hennar.

Fremst fyrir miðju er Hera ásamt ömmu sinni, Guðbjörgu Jóhannsdóttur, en hún er dóttir Línu Dalrósar heitinnar Gísladóttur í Bolungarvík. Einnig eru á myndinni Linda R. Kristjónsdóttir, hálfsystir Hjartar, föður Heru (nr. 2 frá vinstri) og maður hennar, Sigurður Gunnarsson (lengst til hægri), sonur og tengdadóttir Lindu og Sigurðar, þau Pétur Sigurðsson og Margrét Ósk Jónasdóttir, og loks Sigurður Gíslason á Hóli í Bolungarvík.