Ættarmót 2014

20140725_224636

Á föstudagskvöldinu hætti að rigna og skein sólin báða dagana á eftir. Ljósm. Jóhann Kristjónsson.

Ættarmót var haldið 25-27 júlí 2014 í fínu veðri í Bolungarvík og þótti takast með ágætum.

Gestir ýmist nýttu sér tjaldstæðið eða gistu á nokkrum stöðum í bænum.

Fjöldi gesta á ættarmótinu var 229, þar af fullorðnir 181.

Dagskrá ættarmótsins

 • Afhentur var minningarbekkur til Bolungarvíkurkaupstaðar til minningar um Línu Dalrós. Bekkurinn verður fyrst um sinn staðsettur við sjúkraskýlið í Bolungarvík. (Sjá myndir neðar)
 • Línuleikarnir eru orðnir ómissandi hluti ættarmótsins og þeim lauk með verðlaunaafhendingu.
 • Á laugardagskvöldinu var sameiginlegur kvöldverður í Félagsheimilinu Bolungarvík og voru reiddar fram dýrindis kræsingar af þeim Snorra Bogasyni, Rögnu Jóhönnu Magnúsdóttur og Guðmundi Þráinssyni.
 • .Þá voru ýmis skemmtiatriði sem afkomendur Línu sáu um.
 • Þeir sem þar komu fram voru:
  • Jóhanna Gísladóttir kom með leikatriði og söng.
  • Deddi og Lísa Hlín fluttu bítlalög.
  • Jóhann Líndal og María dóttir hans fluttu japanska lagið Sukijaki
  • Hjónin Haraldur G Ásmundsson (gítar) og Kolbrún Eva Viktorsdóttir (söngur) fluttu nokkur lög.
  • Örvar Bessason ásamt ættleggnum sungu og spiluðu.
  • Eygló Inga Baldursdóttir söng um Blinda drenginn. Deddi spilaði undir.
  • Að loknum skemmtiatriðunum tók hjómsveitin Haltir leiða blinda með Sigurð Gunnarsson í fararbroddi, og spilaðu þeir undir dansi fram á nótt.
  • Veislustjóri var Anna Kristinsdóttir.
 • Á Sunnudeginum var gönguferð um Víkina og fræðst um staði sem tengjast Línu Dalrós og ættingjum hennar.

 

Þeir sem voru í ættarmótsnefndinni:

Halldóra Elíasdóttir
Sigríður Inga Elíasdóttir
Ásta Björk Matthíasdóttir
Árni Kristinsson
Linda Rós Kristjónsdóttir
Lísa Hlín Óskarsdóttir
Óskar Jóhann Óskarsson
Guðjón Reynir Jóhannesson
Óskar Ingi Guðjónsson
María Lindal Jóhannsdóttir
Unnur Inga Jensen
Valgerður Hafdís Jensen
Hanna Vilhjálmsdóttir
Sigurvin Heiðar Sigurvinsson
Elín Sveinsdóttir

Ættarmótsnefndin á þakkir skyldar fyrir vel unnið starf.

Það var mál manna að góður andi hafi svifið yfir vötnunum á þessu ættarmóti afkomenda Línu Dalrósar í Bolungarvík.

 

IMG_3453

Bekkurinn afhentur. Jóhann Líndal, Guðbjörg og Óskar Jóhannsbörn. Ljósm. Jóhann Kristjónsson.

Áletrun á minningarbekknum

Áletrun á minningarbekknum

 

 

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s