Færslusafn fyrir flokkinn: Hús Línu

Bernskudagar æskusaga Óskars í Sunnubúðinni er nú komin í verslanir

bernskudagar

FRÁ ÓSKARI JÓHANNSSYNI

„Eins og á þessari bók má sjá, hef ég skráð endurminningar frá barnæsku minni.
Megin tilgangur þess, er að láta í ljós þakklæti til forsjónarinnar, frá okkur öllum tíu systkinunum, fyrir að hafa gefið okkur kost á að njóta ástar og umhyggju einstakrar hetju, sem móðir okkar, Lína Dalrós Gísladóttir var.
Einnig ber mér sérstaklega að þakka Guðrúnu föðursystir okkar, allt sem hún gerði fyrir mig.

Frásögn þessi nær til ársins 1943, þegar ég var fimmtán ára. Þá urðu kaflaskipti, er ég hóf störf í matvöruverslun, og árið 1951, gerðist ég einn af “Kaupmönnunum á horninu”, til ársins 1982, frá því að tæplega 200 matvöruverslanir þjónuðu íbúum Reykjavíkur, og þar til að eigendur þeirra lentu, “Á milli steins og sleggju í pólitískum Hráskinnaleik stjórnvalda, og nauðungarvinnu fyrir Vísitölufjölskylduna, sem þá var búin að éta flest allar kaupmanna- fjölskyldurnar út á Gaddinn”.
Ég bauð mig aldrei fram til fálagsstarfa fyrir kaupmenn, hef aldrei þegið laun fyrir þau, en lenti samt í áraraðir á kaf í þeirri vonlausu baráttu. Það er mikil ósögð, og ótrúleg saga, sem ég hef aflað mikilla gagna um, og vonast til að geta komið á framfæri á næsta ári.“ (ÓJ)

Úr ritdómi í Pressunni:

„Bernskudagar er prýðilega skrifuð bók og erfitt að leggja hana frá sér. Hún segir harmræna sögu af fátæku fólki, basli þess, brauðstriti og nöturlegum aðstæðum íslenskrar alþýðu frá byrjun 20. aldarinnar og fram á miðja öldina.“

Hús Línu

Eldra hús Línu Dalrósar í Bolungarvík

Myndina teiknaði Óskar af æskuheimili sínu í Bolungarvík en í bókinni eru margar myndir sem hann hefur teiknað og málað.

Ritdómur um Bernskudaga

Ritdómur um Bernskudaga

Hér er viðtal við Óskar á ÍNN