Minningargjöf um Gísla Jónsson föður Línu

Víkarinn: Sjá frétt frá 19.júní 2013

Listakonan Anny Hjartardóttir hefur gefið Bolungarvíkurkaupstað eitt verka sinna sem er útskorið verk af Ósvör. Anny er dóttir Hjartar Gíslasonar sem var bróðir Línu Dalrósar en verkið gefur Anny til minningar um afa sinn, Gísla Jónsson „Skálda“. Myndin er einkar fagur djúpskurður af verstöðinni Ósvör og er verkið skorið í maghony við.

Það var Sigurður Gíslason á Hóli og Guðbjörg Jóhannsdóttir (dóttir Línu Dalrósar), fyrir hönd Annyar Hjartardóttur, sem færðu Elíasi Jónatanssyni bæjarstjóra gjöfinu og var meðfylgjandi mynd tekin við það tækifæri.

osvor-anny2

Anny Hjartardóttir hefur gefið Bolungarvíkurkaupstað eitt verka sinna sem er útskorið verk af Ósvör.(Ljósmynd Vikari.is)

osvor-anny

Það var Sigurður Gíslason á Hóli og Guðbjörg Jóhannsdóttir (dóttir Línu Dalrósar), fyrir hönd Annyar Hjartardóttur, sem færðu Elíasi Jónatanssyni bæjarstjóra gjöfinu og var meðfylgjandi mynd tekin við það tækifæri. (Ljósmynd Vikari.is)

 

 

Auglýsingar

Sigurður Magnússon

Samstæða

Þetta myndasafn inniheldur 4 myndir.

Frá Agnesi Jóhannsdóttur: Fyrir u.þb. 20 árum var mér gefinn Strandapósturinn 1. árg. 1967, þar sem þessi grein er í um langafa minn þ.e. faðir Jóhanns Sigurðssonar sem var tengdapabbi Línu Dalrósar. Mig langaði að deila þessu með ykkur frændfóki … Halda áfram að lesa

Minning Mumma Þórs heiðruð

Guðmundur Þór Kristjánsson

Guðmundur Þór Kristjánsson

Mikið var um dýrðir í Menntaskólanum á Ísafirði í þegar nýsköpunarsmiðjan Fab Lab var formlega opnuð. Smiðjan mun bera nafnið Guðmundarsmiðja, eftir Guðmundi Þór Kristjánssyni vélstjóra og vélstjórnarkennara við Menntaskólann á Ísafirði. Guðmundur var frumkvöðull að stofnun Fab Lab smiðju á Ísafirði, en hann lést árið 2010 langt fyrir aldur fram.

Sjá grein

http://www.bb.is/Pages/26?NewsID=179329

BB.is:Velheppnuð Vestfjarðareisa Bubba Morthens og Heru (2002)

Hér er grein um Heru Hjartardóttur í BB.

Lína Dalrós var langamma hennar.

Fremst fyrir miðju er Hera ásamt ömmu sinni, Guðbjörgu Jóhannsdóttur, en hún er dóttir Línu Dalrósar heitinnar Gísladóttur í Bolungarvík. Einnig eru á myndinni Linda R. Kristjónsdóttir, hálfsystir Hjartar, föður Heru (nr. 2 frá vinstri) og maður hennar, Sigurður Gunnarsson (lengst til hægri), sonur og tengdadóttir Lindu og Sigurðar, þau Pétur Sigurðsson og Margrét Ósk Jónasdóttir, og loks Sigurður Gíslason á Hóli í Bolungarvík.