Sigurður Gísli Magnússon


Sigurður Gísli Magnússon ferðaðist um Strandasýslu og hreinsaði hunda. Honum þótti kaffi gott og drakk mikið af því. Hann sá fyrir sér með því að hreinsa hunda og smíða ílát. Einnig söng hann og kvað. Sagt var að hann kynni Alþingisrímur að mestu leyti utan að. Sigurður Gísli kunni líka töluvert af sögum og hann mundi vel það sem honum hafði verið sagt. Hann sagði heimildarmanni frá gömlum bæjum frammi á Tröllatungudal. Sigurður Gísli var kallaður hunda-doktor vegna vinnu sinnar.

Jóhann Hjaltason f. 1899 d.1992 bóndi og kennari rifjar hér upp kynni af honum. (Hallfreður Örn Eiríksson)

Fyrri hluti:

 

Seinni hluti: