Afmæliskveðja vegna 80 ára afmælis LDGAfmæliskveðja.

Ort vegna
80 á afmælis Línu.

 


Hér er lítið ljóð frá mér


mig langar til að sýna.


Eitt sinn voru víst hjá þér


verri  dagar Lína.


 


Í lifrarbræðslu nót og nótt


neyddist til að þræla.


Ekki var það eftirsótt


en ekki þýddi að væla.


 


Ófrísk sækja mátti mó


margt var þá að gera.


Unga dóttir áttir þó


einnig með að bera.


 


Fékkstu líka fisk að þvo


fisk að skera og pakka.


En þú heima áttir svo


alla þessa krakka.


 


Enda vil ég orðin mín


á þig sól mun skína.


Það fer víst ekki í fötin þín


fólkið núna Lína.

höf.Jóna Sigurðardóttir